Daytime (_daytime_) wrote,
Daytime
_daytime_

Þetta með þessar heilarannsóknir minnir mig reyndar mikið á pælingu sem ég fékk einu sinni og skrifaði niður hjá mér. Hún er svohljóðandi:

Ástæða er til að treysta eðlisávísunum

Ómeðvitaði hluti hugar manns er ansi helvíti klár. Hann reiknar út mjög flókna hluti á augabragði sem meðvitaði hluti hugar okkar væri heillengi að reikna út, jafnvel þótt hann væri vel greindur og þjálfaður úr löngu námi. Hlutur eins og að hjóla, útreikningar á því sem augað sýnir manni og samstilling þess við vöðvana, er ágætt dæmi. Þannig að hinn ómeðvitaði hugur okkar er margs megnugur og í raun mun megnugri virðist vera en sá meðvitaði. Svo ef hinn ómeðvitaði hugur okkar ályktar eitthvað sem við finnum mögulega fyrir sem eðlisávísun eða hvað við köllum það þá er kannski ekki svo heimskulegt að leggja trúnað á það. Auðvitað getur maður ekki verið viss um að það sé rétt, en það eru svo margir sem eru miklu frekar tilbúnir að treysta meðvitaða huganum en hinum ómeðvitaða.
Subscribe
  • Post a new comment

    Error

    default userpic
    When you submit the form an invisible reCAPTCHA check will be performed.
    You must follow the Privacy Policy and Google Terms of use.
  • 2 comments