Daytime (_daytime_) wrote,
Daytime
_daytime_

Meðvituð og ómeðvituð vitneskja

http://blog.sciam.com/index.php?title=betting_on_consciousness_ancient_questio&more=1&c=1&tb=1&pb=1

Hér hef ég linkað á nokkuð áhugaverða grein um taugavísindi og heilarannsóknir. Nánar tiltekið eina rannsókn sem gekk út á það að skoða muninn á því hvernig fólk veit eitthvað meðvitað eða ómeðvitað. Eldri rannsóknir hafa sýnt að menn sem hljóta heilaskaða á ákveðinni sjónstöð geta giskað á hvað er fyrir framan þá, þó þeir sjái það ekki. Tilgátan er sú að upplýsingarnar sem augun nema fari þá eftir öðrum brautum en þeim venjulegu og að þessar brautir séu ekki meðvitaðar. Maður sér sem sagt ekkert en samt eru upplýsingarnar til staðar í heilanum. Ef viðkomandi heilaskaddaði aðili er beðinn um að giska á hvað honum er sýnt svarar hann rétt í 70% tilfella skilst mér. Merkilegt! En hann getur ekki verið viss, fyrir honum er þetta bara ágiskun og hann veit ekki af hverju hann hallast að þessu.

Þessi nýja rannsókn fólst í því að láta fólk veðja peningum á hluti sem það vissi ekki nema ómeðvitað. Fyrst var sýnt að þau vissu þetta ómeðvitað með því að hlutfall réttra svara, þegar þau voru látin giska, var mun hærra en hrein lukka leyfir. Svo voru þau beðin um að veðja peningum á hlutina, en þá treystu þau ekki tilfinningu sinni. Vinningshlutfall þeirra í veðmálunum var mun lægra en hlutfall réttra ágiskana.

Þessa veðmálsaðferð vilja vísindamennirnir nota til að mæla meðvitund. Annað mjög áhugavert dæmi var próf sem fólk var látið taka þar sem það átti að veðja einhverri upphæð á efsta spilið í stokki og annaðhvort gaf spilið jákvæða niðurstöðu eða neikvæða (mér dettur t.d. í hug að rauð spil hafi gefið vinning en svört ekki). Þetta voru fjórir mismunandi stokkar, tveir þeirra voru vænlegri til vinnings en fólkið vissi ekkert af því. Langflestir ef ekki allir fóru fljótlega að draga alltaf spil úr betri búnkunum og veðja á þau, en fólkið fór ekki að veðja hærri upphæðum, af meira öryggi sem sagt, fyrr en eftir 30 spil. Ef, aftur á móti, það var spurt hvort það hefði einhvern grun um hvað væri í gangi þá fór það að veðja af meira öryggi. Þ.e.a.s. ef athygli þeirra var vakin á vitneskju sinni, ef þau voru hvött til svona innri hugleiðingar og skoðunar, var eins og það vaknaði meðvitund á áður ómeðvitaðri vitneskju.

Þetta er allt mjög áhugavert, en ég veit ekki af hverju ég er að skrifa svona mikið um þetta, þetta stendur allt í þessari grein.
Subscribe
  • Post a new comment

    Error

    default userpic
    When you submit the form an invisible reCAPTCHA check will be performed.
    You must follow the Privacy Policy and Google Terms of use.
  • 1 comment