Daytime (_daytime_) wrote,
Daytime
_daytime_

Rétt áðan varð mér hugsað til þess að fólk sem ekki er vísindamenn, þar á meðal ég, verður að sætta sig við að taka vísindum með trú einni saman. Ég trúi hinu og þessu sem vísindamenn segja, því þeir segja að það sé sannað. Svo þeir vita að það er rétt.

Ég aftur á móti hef ekki séð þessa sönnun, ég hef bara heyrt þá segja þetta. Ég hef engan veginn nægan tíma til að læra allar vísindagreinar og rýna í allar kenningar og sannanir til að athuga og ganga úr skugga um fyrir sjálfan mig að þetta séu raunverulegar sannanir sem útiloki efa.

En ég aftur á móti hef trú á hinni vísindalegu aðferð og á vísindamönnunum sem skoða sannanir í bak og fyrir áður en þær eru teknar gildar. Skoðun mín á því að vísindalegar kenningar og sannanir séu réttar byggist eingöngu á trú. En þessi trú er samt sem áður studd af sönnunargögnum, "kraftaverkum" sem ég hef upplifað. Til dæmis hef ég farið upp í flugvél og horft út um gluggann þegar hún tókst á loft frá jörðu, flaug hátt yfir hafið og lenti í fjarlægu landi. Það fyrir mér er sönnun á því að vísindamenn séu að gera eitthvað rétt. Annað dæmi er pensilín og fjöldinn allur af lyfjum. Og sú staðreynd að læknar geta læknað flesta sjúkdóma, og reglulega eru gerðar vísindalegar uppgötvanir sem gera þeim kleift að lækna fleiri sjúkdóma.

Þar af leiðandi er trú mín á vísindum byggð á reynslu og sterkum stoðum.
Subscribe
  • Post a new comment

    Error

    default userpic
    When you submit the form an invisible reCAPTCHA check will be performed.
    You must follow the Privacy Policy and Google Terms of use.
  • 1 comment