?

Log in

No account? Create an account
Dagur Bergsson [entries|friends|calendar]
Daytime

[ userinfo | livejournal userinfo ]
[ calendar | livejournal calendar ]

Vefurinn minn [07 Sep 2007|12:08am]
Vefurinn minn er aftur kominn upp.
post comment

Minn eigin vefur [23 Apr 2007|06:21am]
Ég hef búið til minn eigin vef. Hér er linkur á hann:

http://hi.is/~dab4/dagurbergs.html

Nú er þetta livejournal bara búið. Ég hvet fólk til að kíkja á vefinn minn.
post comment

[14 Apr 2007|02:11am]
Titanic Conspiracy

Þetta er ferlega fyndið. Þetta er frá Maddox gamla góða: http://maddox.xmission.com öðru nafni http://thebestpageintheuniverse.net
post comment

[10 Apr 2007|04:16am]
I'd rather have a bottle in front of me than a frontal lobotomy

Þvílík snilld. Ég heyrði Tom Waits segja þetta hérna. Mér skilst að Dorothy nokkur Parker hafi sagt þetta fyrst. Ég er ekki viss.
post comment

[10 Apr 2007|02:04am]
Þetta er algjör snilld
Þetta er ótrúlega flott

Hið fyrra er atriði með Tom Waits og Iggy Pop úr Coffey and Cigarettes eftir Jim Jarmusch og hið síðara er Tom Waits á tónleikum að taka eitt sitt besta lag: Make it Rain.
post comment

Kort yfir tengsl mism. vísindagreina [30 Mar 2007|04:43am]
Þetta er kúl.

Það var linkað á þetta á www.resextensa.org, eins og reyndar líka greinin um áhyggjur af hlýnun jarðar. Ég mæli með að fólk kíki á þennan vef. Nema enginn áhugi fyrir vísindum sé fyrir hendi. Þá er þetta ekkert skemmtilegt. Þá er þetta er þetta bara hundleiðinlegt :P.
post comment

Fleira í heilastarfsemisdúrnum [30 Mar 2007|01:27am]
Skemmtileg grein með áhugaverðri tilgátu um af hverju fólk hefur minni áhyggjur af hlýnun jarðar en öðrum ólíklegri ógnum eins og hryðjuverkum
post comment

[19 Mar 2007|07:05am]
Þetta með þessar heilarannsóknir minnir mig reyndar mikið á pælingu sem ég fékk einu sinni og skrifaði niður hjá mér. Hún er svohljóðandi:

Ástæða er til að treysta eðlisávísunum

Ómeðvitaði hluti hugar manns er ansi helvíti klár. Hann reiknar út mjög flókna hluti á augabragði sem meðvitaði hluti hugar okkar væri heillengi að reikna út, jafnvel þótt hann væri vel greindur og þjálfaður úr löngu námi. Hlutur eins og að hjóla, útreikningar á því sem augað sýnir manni og samstilling þess við vöðvana, er ágætt dæmi. Þannig að hinn ómeðvitaði hugur okkar er margs megnugur og í raun mun megnugri virðist vera en sá meðvitaði. Svo ef hinn ómeðvitaði hugur okkar ályktar eitthvað sem við finnum mögulega fyrir sem eðlisávísun eða hvað við köllum það þá er kannski ekki svo heimskulegt að leggja trúnað á það. Auðvitað getur maður ekki verið viss um að það sé rétt, en það eru svo margir sem eru miklu frekar tilbúnir að treysta meðvitaða huganum en hinum ómeðvitaða.
2 comments|post comment

Meðvituð og ómeðvituð vitneskja [19 Mar 2007|06:23am]
http://blog.sciam.com/index.php?title=betting_on_consciousness_ancient_questio&more=1&c=1&tb=1&pb=1

Hér hef ég linkað á nokkuð áhugaverða grein um taugavísindi og heilarannsóknir. Nánar tiltekið eina rannsókn sem gekk út á það að skoða muninn á því hvernig fólk veit eitthvað meðvitað eða ómeðvitað. Eldri rannsóknir hafa sýnt að menn sem hljóta heilaskaða á ákveðinni sjónstöð geta giskað á hvað er fyrir framan þá, þó þeir sjái það ekki. Tilgátan er sú að upplýsingarnar sem augun nema fari þá eftir öðrum brautum en þeim venjulegu og að þessar brautir séu ekki meðvitaðar. Maður sér sem sagt ekkert en samt eru upplýsingarnar til staðar í heilanum. Ef viðkomandi heilaskaddaði aðili er beðinn um að giska á hvað honum er sýnt svarar hann rétt í 70% tilfella skilst mér. Merkilegt! En hann getur ekki verið viss, fyrir honum er þetta bara ágiskun og hann veit ekki af hverju hann hallast að þessu.

Þessi nýja rannsókn fólst í því að láta fólk veðja peningum á hluti sem það vissi ekki nema ómeðvitað. Fyrst var sýnt að þau vissu þetta ómeðvitað með því að hlutfall réttra svara, þegar þau voru látin giska, var mun hærra en hrein lukka leyfir. Svo voru þau beðin um að veðja peningum á hlutina, en þá treystu þau ekki tilfinningu sinni. Vinningshlutfall þeirra í veðmálunum var mun lægra en hlutfall réttra ágiskana.

Þessa veðmálsaðferð vilja vísindamennirnir nota til að mæla meðvitund. Annað mjög áhugavert dæmi var próf sem fólk var látið taka þar sem það átti að veðja einhverri upphæð á efsta spilið í stokki og annaðhvort gaf spilið jákvæða niðurstöðu eða neikvæða (mér dettur t.d. í hug að rauð spil hafi gefið vinning en svört ekki). Þetta voru fjórir mismunandi stokkar, tveir þeirra voru vænlegri til vinnings en fólkið vissi ekkert af því. Langflestir ef ekki allir fóru fljótlega að draga alltaf spil úr betri búnkunum og veðja á þau, en fólkið fór ekki að veðja hærri upphæðum, af meira öryggi sem sagt, fyrr en eftir 30 spil. Ef, aftur á móti, það var spurt hvort það hefði einhvern grun um hvað væri í gangi þá fór það að veðja af meira öryggi. Þ.e.a.s. ef athygli þeirra var vakin á vitneskju sinni, ef þau voru hvött til svona innri hugleiðingar og skoðunar, var eins og það vaknaði meðvitund á áður ómeðvitaðri vitneskju.

Þetta er allt mjög áhugavert, en ég veit ekki af hverju ég er að skrifa svona mikið um þetta, þetta stendur allt í þessari grein.
1 comment|post comment

Samræðubrögð [25 Jan 2007|08:51pm]
http://www.vandruff.com/art_converse.html

Þetta er linkur á texta um samræðubrögð sem fólk notar. Áhugaverð lesning. Mér finnst dæmið undir fyrirsögninni "Name it" vera með því allra versta af þessu. Það er frekar neðarlega á síðunni.
post comment

Leibniz um tónlist [25 Dec 2006|07:08am]
Musica est exercitium arithmeticae occultum nescientis se numerare animi
The pleasure we obtain from music comes from counting, but counting unconsciously. Music is nothing but unconscious arithmetic.
From a letter to Goldbach, 27 April 1712, quoted in O Sacks, The Man who Mistook his Wife for a Hat

Þetta, sem Gottfried Leibniz sagði, er held ég ansi nálægt sannleikanum. Mér finnst Leibniz alveg magnaður maður.

Tilvitnunina fékk ég héðan:

http://www-history.mcs.st-andrews.ac.uk/Quotations/Leibniz.html

Meira um Leibniz:

http://en.wikipedia.org/wiki/Gottfried_Leibniz
3 comments|post comment

Words of Wisdom [12 Nov 2006|04:03pm]
Ég rakst á ansi skemmtileg Donald Rumsfeld quotes:

The hunt for Osama Bin Laden: "We do know of certain knowledge that he [Osama Bin Laden] is either in Afghanistan, or in some other country, or dead."

On the future: "I would not say that the future is necessarily less predictable than the past - I think the past was not predictable when it started."

On his colleagues: "Needless to say, the President is correct. Whatever it was he said." Or… "Secretary Powell and I agree on every single issue that has ever been before this administration except for those instances where Colin's still learning."

On unknowns: "I don't know what the facts are but somebody's certainly going to sit down with him and find out what he knows that they may not know, and make sure he knows what they know that he may not know." Or… "Reports that say that something hasn't happened are always interesting to me, because as we know, there are known knowns; there are things we know we know. We also know there are known unknowns; that is to say we know there are some things we do not know. But there are also unknown unknowns - the ones we don't know we don't know." Or…"I believe what I said yesterday...I don't know what I said, er, but I know what I think, and...well, I assume it's what I said."
2 comments|post comment

[17 Sep 2006|08:12pm]
Nú er hún gamla Grýla dauð og gafst hún upp á rólunum.

Lengi hef ég velt því fyrir mér, síðan ég var barn reyndar, hvaða rólur þetta voru sem Grýla gafst upp á í vísunni og hvað var eiginlega í gangi. Nú hef ég loksins séð hvað hlýtur að vera eina mögulega skýringin.

Einhver hefur beint að henni byssu og sagt henni að róla og hætta því ekki. Svo hefur hún gefist upp á endanum og þá verið drepin. Eða, hún gafst víst upp á rólunum svo þetta hafa verið tvær eða fleiri rólur, sem misindismaðurinn hefur látið hana róla sér í til skiptis, sem hún gerði þangað til hún gafst upp. Hann hefur þá skotið hana, eins og hann sagðist mundu gera skyldi hún hætta.
post comment

[31 Aug 2006|07:08pm]
Bankastrætið hét eitt sinn Bakarabrekka. Landsbankinn var fyrst opnaður þar árið 1886. Þar hafiði það.
1 comment|post comment

[29 Jun 2006|06:47am]
Hilarity ensues
2 comments|post comment

[29 Jun 2006|01:00am]
Fallegt
post comment

[26 Jun 2006|02:06pm]
Ég hef núna fundið mér minn uppáhaldsspekúlant númer eitt, tvö og þrjú.

Verði ykkur að góðu
post comment

[26 Jun 2006|01:06pm]
Rétt áðan varð mér hugsað til þess að fólk sem ekki er vísindamenn, þar á meðal ég, verður að sætta sig við að taka vísindum með trú einni saman. Ég trúi hinu og þessu sem vísindamenn segja, því þeir segja að það sé sannað. Svo þeir vita að það er rétt.

Ég aftur á móti hef ekki séð þessa sönnun, ég hef bara heyrt þá segja þetta. Ég hef engan veginn nægan tíma til að læra allar vísindagreinar og rýna í allar kenningar og sannanir til að athuga og ganga úr skugga um fyrir sjálfan mig að þetta séu raunverulegar sannanir sem útiloki efa.

En ég aftur á móti hef trú á hinni vísindalegu aðferð og á vísindamönnunum sem skoða sannanir í bak og fyrir áður en þær eru teknar gildar. Skoðun mín á því að vísindalegar kenningar og sannanir séu réttar byggist eingöngu á trú. En þessi trú er samt sem áður studd af sönnunargögnum, "kraftaverkum" sem ég hef upplifað. Til dæmis hef ég farið upp í flugvél og horft út um gluggann þegar hún tókst á loft frá jörðu, flaug hátt yfir hafið og lenti í fjarlægu landi. Það fyrir mér er sönnun á því að vísindamenn séu að gera eitthvað rétt. Annað dæmi er pensilín og fjöldinn allur af lyfjum. Og sú staðreynd að læknar geta læknað flesta sjúkdóma, og reglulega eru gerðar vísindalegar uppgötvanir sem gera þeim kleift að lækna fleiri sjúkdóma.

Þar af leiðandi er trú mín á vísindum byggð á reynslu og sterkum stoðum.
1 comment|post comment

[26 Jun 2006|11:00am]
Hér eru linkar á mynd Richards Dawkins The Root of All Evil? sem Dawkins vildi reyndar ekki nefna svo.

Fyrri hluti

Seinni hluti

Úff segi ég nú bara eftir að hafa séð þessa mynd. Ég held nú svosum að maður hafi gert sér einhverja grein fyrir mörgu sem kemur þarna fram. En samt, úff.

Öfgatrúarfólk í Bandaríkjunum hræðir mig mun meira en öfgatrúarfólk í Mið - Austurlöndum. Ef hugmyndir öfgatrúarfólks verða ráðandi í hugmyndaheim Bandaríkjanna þá er það margfalt verra fyrir okkur heldur en ef það sama gerist í Mið - Austurlöndum. Bandaríkin eru jú ofuraflið.
post comment

[23 Jun 2006|03:02am]
Mér þykir mikilvægt að benda fólki á vafasöm skrif þegar maður finnur slíkt. Hérna fáiði link á þjóðrembingslega útlendingahatara djöfulsins þvælu.

http://www.twincities.com/mld/twincities/sports/columnists/tom_powers/14741693.htm?template=contentModules/printstory.jsp
1 comment|post comment

navigation
[ viewing | most recent entries ]
[ go | earlier ]